Far­veitan Uber býður nú við­skipta­vinum upp á að sækja sér kanna­bis í kanadíska fylkinu Ontario en þar var vímu­efnið lög­leitt árið 2018. Í til­kynningu frá Uber segir að með þessu vonist fyrir­tækið til að draga úr um­fangi svarta­markaðs með vímu­efnið.

Uber hleypti þjónustunni af stokkunum í dag. Við­skipta­vinir geta pantað sér kanna­bis í gegnum smá­forrit Uber og sótt það innan klukku­stundar. Þetta er í fyrsta sinn sem Uber býður upp á slíka þjónustu.

Til að byrja með geta við­skipta­vinir einungis keypt kanna­bis frá fyrir­tækinu Tokyo Smoke, sem rekur meira en 50 sölu­staði í Ontario. Smá­forrit Uber stað­festir aldur við­skipta­vina og þurfa þeir að fram­vísa skil­ríkjum er þeir mæta á sölu­staði.

Fyrir­tækið hefur talað fyrir því að banda­rísk al­ríkis­yfir­völd slaki á reglum um vímu­efni sem er lög­legt í mörgum ríkjum en enn ó­lög­legt sam­kvæmt al­ríkis­lögum.

„Þegar hindrunum hefur verið rutt úr vegi, þegar al­ríkis­lögin koma til spilanna, erum við klár­lega til­búin að skoða þetta,“ sagði Dara Khos­rows­hahi, for­stjóri Uber, við CNBC fyrr á árinu.