Tyrkneski hakkarahópurinn Anka Neferler Tim er sagður bera ábyrgð á tölvuárásum gegn Isavia í umfjöllun tyrkneska miðilsins Yeni akit en RÚVgreindi fyrst frá. Í frétt tyrkneska miðilsins kemur fram að hópurinn hafi viljað hefna sín fyrir mótttökur tyrkneska karlalandsliðsins í fótbolta og hið svokallaða þvottaburstamál.
Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hrundi síða Isavia síðdegis í dag í rúma tvo tíma og hefur verið hæg notkunar það sem af er degi. Var ráðist á síðuna með svokallaðri ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann muni ekki eftir því að Isavia hafi lent í viðlíka tölvuárás áður. „Við vorum einmitt að ræða þetta áðan og sá kollegi sem ég talaði við mundi ekki eftir því að slíkt hefði gerst og ég hef ekki heyrt af slíku síðan ég byrjaði.“
Sjá má á Twitter síðu hakkarahópsins að fjallað er um vefsíðu Isavia og árásina gegn henni. Þar eru skjáskot af vefnum þar sem sjá má að hann liggur niðri en tæknimenn Isavia hafa unnið að því að verjast viðkomandi árásum á síðuna í dag.
Dün gece millilerimize yapılan saygısızlığa sessiz kalmıyoruz.Millilerimize saygısızlığın yapıldığı havalimanini sitesi sunucuları tarafımızca işleme kapatılmıştır!https://t.co/nkk9TrzCkt
— Anka Neferler Tim (@ankaneferler) June 10, 2019
Sitede online bilet satışını biz izin verene kadar yapılmayacaktır#yavşakizlanda #milliler pic.twitter.com/XbWwazGnpe
