Tyrk­land hefur á­kveðið að breyta nafni sínu og mun héðan í frá í ganga undir nafninu Türki­ye hjá Sam­einuðu Þjóðunum, eftir að form­leg beiðni frá yfirvöldum Ankara, höfuð­borg Tyrk­lands, var sam­þykkt. BBC greinir frá.

Þá verða nokkrar al­þjóð­legar stofnanir beðnar um að breyta nafninu, sem er hluti af vöru­merkja­her­ferð sem for­seti Tyrk­lands, Recep Tayyip Erdogan hóf seint á síðasta ári.

„Türki­ye er besta fram­setningin og tjáningin á menningu og gildum tyrk­nesku þjóðarinnar,“ sagði Erdogan í desember síðast­liðnum.

Sam­einuðu Þjóðirnar breyttu nafninu um leið og beiðnin barst þeim fyrr í vikunni.

Flestir Tyrkir þekkja land sitt nú þegar sem Türki­ye. Hins vegar hefur enski rit­hátturinn „Tur­k­ey“ náð tals­verðri fót­festu víða um heim, jafn­vel meðal Tyrkja sjálfra.

Ríkis­út­varp Tyrk­lands, TRT, brást skjótt við og breytti nafninu um leið og til­kynningin barst á síðasta ári. Tals­menn stofnunarinnar segja að ein af á­stæðunum fyrir þessari í­myndar­breytingu sé tengingin við fuglinn, sem jafnan er tengdur við jólin, nýtt ár eða Þakkar­gjörðar­há­tíðina. Þá bentu þeir einnig á að sam­kvæmt orða­bókinni Cam­brid­ge English Dictionary, þá er orðið „tur­k­ey“ skil­greint meðal annars sem „eitt­hvað sem mis­tekst hrapal­lega“ eða „heimsk eða kjána­leg manneskja.“

Í janúar síðast­liðnum var her­ferð ferða­þjónustu Tyrk­lands hleypt af stokkunum með slag­orðinu: „Halló Türki­ye“ og héðan í frá munu allar út­fluttar vörur bera merkinguna „Made in Türki­ye.“

Þessi breyting hefur hlotið mis­jöfn við­brögð meðal net­verja. Á meðan em­bættis­menn styðja hana heils­hugar segja aðrir að þetta sé á­hrifa­laus af­vega­leiðing af hálfu for­seta, þar sem hann sé að undir­búa sig fyrir kosningar á næsta ári, í miðri efna­hags­kreppu.

Ef litið er til annarra landa má sjá að það er ekki ó­al­gengt að lönd breyti nöfnunum sínum. Árið 2020 hætti Holland að notast við nafnið „Holland“ og notar nú nafnið The Net­her­lands, sem var hluti af í­myndar­breytingu landsins. Þar á undan hafði Makedónía breytt nafni sínu í Norður-Makedónía vegna pólitísks á­greinings við Grikk­land. Þá breytti Svasíland nafni sínu í Eswatíní árið 2018.

Ef litið er lengra aftur í söguna má sjá að Íran var áður Persía, Síam er nú Taí­land og nafninu Ródesía var breytt í Simba­b­ve.