Japanskur maður á fer­tugs­aldri sem starfar við skatta­mál í borginni Amaga­saki í Japan týndi minnis­lykli með per­sónu­legum upp­lýsingum frá öllum í­búum borgarinnar, um hálf milljón manns. BBC greinir frá þessu.

Maðurinn fór með sam­starfs­mönnum sínum út á lífið í borginni eftir vinnu en þá hafði hann minnis­lykilinn í töskunni sinni. Maðurinn virðist hafa fengið sér að­eins of marga drykki, því hann vaknaði við götu í borginni. Þegar maðurinn vaknaði tók hann eftir því að minnis­lykillinn væri týndur.

Minnis­lykillinn inni­hélt við­kvæmar upp­lýsingar um íbúa borgarinnar, svo sem nöfn, fæðingar­dag, heimilis­fang og svo fram­vegis. Ban­ka­upp­lýsingar og upp­lýsingar um skatt­greiðslu nokkurra íbúa voru einnig á lyklinum.

Manninum til mikils léttis voru upp­lýsingarnar á lyklinum dul­kóðaðar og engar vís­bendingar um að ein­hver hefði reynt að komast í gögnin.

Borgar­stjóri Amaga­saki baðst af­sökunar á þessu fyrir hönd opin­berra stjórn­valda í borginni. „Við hörmum það að við höfum skaðað traust al­mennings á stjórn borgarinnar,“ sagði tals­maður borgar­stjórnarinnar á blaða­manna­fundi.