Sam­fé­lags­miðillinn Twitter segir ind­versk yfir­völd hafa í­trekað beðið þau um að beita sér gegn not­endum á miðlinum í kjöl­far mót­mæla sem hafa staðið yfir síðast­liðna mánuði gegn nýjum lögum á bændur í Nýju-Delhi en Twitter lokaði tíma­bundið fyrir að­ganga á­kveðinna ein­stak­linga í síðustu viku.

Síðast­liðna tíu daga hafa ind­versk yfir­völd farið fram á að lokað verði fyrir að­ganga hundruð ein­stak­linga vegna um­mæla þeirra um mót­mæli. Í til­kynningu sem Twitter sendi frá sér í dag segir að þau hafi brugðist við til­mælum yfir­valda í nokkrum til­fellum.

Margir mót­mæltu að­gerðum Twitter og skömmu síðar var opnað á ný fyrir að­gangana. Ind­versk yfir­völd svöruðu þó aftur á móti og hótuðu lög­sókn vegna að­gerðar­leysis. Twitter er þannig milli steins og sleggju í landi þar sem um er að ræða 700 milljón not­endur.

Skoða framhaldið

Sam­kvæmt til­kynningunni beitti Twitter sér gegn hundruð not­endum sem ýmist hvöttu til of­beldis, dreifðu villandi upp­lýsingum, eða mis­notuðu miðilinn. Þá var lokað fyrir á­kveðnar færslur eða þær gerðar minna sýni­legar. Í öðrum til­fellum á­kvað miðillinn að bregðast ekki við kröfu yfir­valda.

Þó hafi ekki verið lokað fyrir aðganga blaðamanna, stjórnmálamanna, fjölmiðla, og aktívista.

Að sögn Twitter fer mikil vinna í að tryggja tjáningar­frelsi á miðlinum og er sí­fellt unnið að endur­bótum. Þau eru nú að skoða málið í tengslum við ind­versk lög og á­kveða næstu skref um hvernig tekið verður á málinu í fram­haldinu.

„Við skuld­bindum okkur enn til að vernda heil­brigð sam­skipti á Twitter og trúum því fast­lega að tví­tin eigi að flæða,“ segir að lokum í til­kynningunni.