Ísland mun veita um 14 milljóna viðbótarframlagi til Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag (ICC) á þessu ári, sem er tvöföldun á árlegu framlagi Íslands.Utanríkisráðherra Íslands.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir viðbótina viðbrögð við ákalli saksóknara ICC um aukinn stuðning.

Líkur eru á að hluti þess renni til rannsóknar dómstólsins á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, lagði fram þingsályktunartillögu í lok mars um fjárstuðning við ICC vegna ætlaðra stríðsglæpa Rússa í Úkraínu.

Þar var kallað eftir 10 milljóna króna viðbótarframlagi til ICC en í svari utanríkisráðherra kemur fram að ekki sé hægt að eyrnamerkja framlög til dómstólsins í ákveðin verkefni.

„Enda fælust óeðlileg afskipti af forgangsröðun dómstólsins í slíkum skilyrtum fjárframlögum. Þetta er hluti af þeim grundvallarreglum réttarríkisins sem mikilvægt er að standa vörð um,“ segir í svari utanríkisráðherra.