Það helst í hend­ur við fyrr­i töl­ur og hef­ur átt sér stað 44,1 prós­ents aukn­ing á fyrst­u sex mán­uð­um árs­ins mið­að við fyrst­u sex mán­uð­i síð­ast­a árs. Mest­a aukn­ing­in átti sér stað í flokk­i bíl­a­leig­u­bíl­a þar sem aukn­ing­in var upp á 320 prós­ent.

Ein­staklingar keypt­u rúm­leg­a sex hundr­uð bíla, sem var aukn­ing um 41,6 prós­ent á mill­i ára, en um helm­ing­ur allr­a seld­a bíla í jún­í­mán­uð­i var til bíl­a­leig­u­fyr­ir­tækj­a.

„Þett­a eru já­kvæð­ar frétt­ir. Það virð­ist vera kom­in meir­i efn­a­hags­leg bjart­sýn­i og við finn­um alveg fyr­ir meir­i já­kvæðn­i í sam­fé­lag­in­u,“ seg­ir Brynj­ar Elef­sen Óskars­son, fram­kvæmd­a­stjór­i söl­u­sviðs hjá BL, spurð­ur um töl­ur jún­í­mán­að­ar. „Um leið er já­kvætt að sjá að þótt að það sé ekki kom­ið á þann stað sem þett­a var hér á árum áður þá er ver­u­leg aukn­ing í sölu til bíl­a­leig­a frá því í fyrr­a.“

Um tveir þriðj­u af öll­um seld­um bíl­um í síð­ast­a mán­uð­i voru ný­ork­u­bíl­ar, bíl­ar sem gang­a fyr­ir raf­magn­i, met­an­i eða tvinn­bíl­ar, sem gang­a fyr­ir tveim­ur ork­u­gjöf­um. „Það er ó­hætt að segj­a að flest­ir sem komi hing­að inn séu með ann­að aug­að á þess­um ný­ork­u­bíl­um. Við finn­um fyr­ir mikl­um á­hug­a.“