Íslenska fyrirtækið Car­b­fix hefur unnið til tveggja Milestone verð­­launa í fyrri um­­­ferð XPRIZE Carbon Removal verð­­launanna, en sigur­vegarar keppninnar voru til­­kynntir rétt fyrir há­­degi í dag, á degi Jarðarinnar.

Verð­­launa­­féð hljóðar upp á eina milljón dollara.

Í frétta­til­­kynningu frá Car­b­fix kemur fram að efnt sé til þessara verð­­launa af hálfu auð­jöfursins og at­hafnar­­mannsins Elon Musk og Musk Founda­tion, en verð­­laununum er ætlað að veita 100 milljónum dollara til verk­efna sem þykja lík­­legust til að ná árangri við föngun og förgun koelfnis.

„Við erum mjög stolt af því að hljóta svo af­­gerandi viður­­kenningu í þessari virtu al­­þjóð­­legu keppni þar sem sam­­keppnin var hörð,“ segir Edda Sif Pind Ara­dóttir, fram­­kvæmda­­stýra Car­b­fix. „Við höfum þegar beitt tækni okkar til stein­renningar neðan­jarðar í tíu ár. Við vinnum nú að því að beita henni á mun stærri skala. Þessi verð­­laun, og sam­­starfið sem liggur að baki verk­efnunum, munu hjálpa okkur til þess.“

Alls bárust yfir eitt þúsund um­­­sóknir í sam­­keppnina, en í þessum fyrri á­­fanga völdu sjö­tíu dómarar fimm­tán sigur­lið sem hvert um sig hlýtur eina milljón dollara í verð­­laun.
Vinnings­um­­sóknirnar tvær sem Car­b­fix stendur að voru unnar í sam­­starfi við fyrir­­­tækin Heir­loom og Ver­dox, sem hafa þróað ný­stár­­lega tækni til að fanga CO2 úr and­rúms­­lofti. Þáttur Car­b­fix felst í að nýta tækni fyrir­­­tækisins til að farga CO2 með öruggum og varan­­legum hætti með stein­renningu neðan­jarðar.

Enn er til mikils að vinna fyrir Car­b­fix þar sem allar um­­­sóknir geta enn keppt um 80 milljónir dollara verðlaunafé sem veitt verður aðal­­verð­­launa­höfum árið 2025. Til að vinna aðal­­verð­­launin þurfa kepp­endur að hafa sýnt fram á raun­veru­­lega föngun og förgun á 1.000 tonnum af CO2 á árs­­grund­velli, gert kostnaðar­á­ætlun fyrir eina milljón tonna á árs­­grund­velli og lagt fram raun­hæfa á­ætlun um að ná 1.000 milljónum tonna á árs­­grund­velli með sjálf­bærum hætti í fram­­tíðinni.