Enginn var með allar Lottótölurnar réttar í útdrætti vikunnur og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku en fyrsti vinningur er upp á 20 milljónir króna.

Einn heppinn miðahafi var með bónusvinninginn í gær og fær hann tæpar 400 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.


Fjórir voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Þrír miðanna eru í áskrift en einn var keyptur í Lottó appinu