Innlent

Tvö útköll í Reykjanesbæ vegna veðurs

Formaður svæðisstjórnar segir sveitirnar í viðbragðsstöðu en heldur getur átt eftir að hvessa í Grindavík og Sandgerði í kvöld.

Frá verkefnum björgunarsveita á Suðurnesjum í gær. Myndir/Landsbjörg

Björgunarsveitir sinntu eftir hádegið í dag tveimur verkefnum í Reykjanesbæ. Þakplötur fuku af húsi á einum stað en á öðrum hafði stillans utan á byggingu fokið til og hékk utan á húsinu.

Guðmundur Helgi Önundarson, formaður svæðisstjórnar á Reykjanesi segir aðspurður að frágangi við stillansinn hafi ekki verið ábótavant. Verið sé að setja upp gámaeiningar en að frágangur á því svæði hafi verið til sóma.

Hann segir að sveitirnar á Suðurnesjum séu í viðbragðsstöðu enda eigi að hvessa í Sandgerði og Grindavík með kvöldinu. Veðrið í Reykjanesbæ hafi heldur gengið niður. 

Þréttan björgunarsveitarmenn sinntu þessum útköllum í Reykjanesbæ í dag en Guðmundur segir að alltaf þurfi að hafa varann á þegar átt er við þakplötur í svona miklu roki. Þar geti hætta verið á ferðum. „Okkar fólk þarf að vera vel á varðbergi í svona verkefnum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Hvalveiðar

Hag­fræði­stofnun svarar að­finnslum á hval­veiði­skýrslu

Innlent

Maðurinn á brúnni bæði „and­lega og líkam­lega veikur“

Lögreglumál

Lögreglunni sigað á húseiganda

Auglýsing

Nýjast

R Kel­ly á­kærður fyrir tíu kyn­ferðis­brot

Gaf lög­reglu upp rangt nafn

Kiddi klaufi og Guð­rún frá Lundi vin­sælust á bóka­söfnum

Net­verjar púa á nýja Mið­flokks­þing­menn

Rúm ein og hálf milljón í bætur í hóp­nauðgunar­máli

Mögu­leiki opnast fyrir nýju stjórnar­mynstri

Auglýsing