Innlent

Tvö útköll í Reykjanesbæ vegna veðurs

Formaður svæðisstjórnar segir sveitirnar í viðbragðsstöðu en heldur getur átt eftir að hvessa í Grindavík og Sandgerði í kvöld.

Frá verkefnum björgunarsveita á Suðurnesjum í gær. Myndir/Landsbjörg

Björgunarsveitir sinntu eftir hádegið í dag tveimur verkefnum í Reykjanesbæ. Þakplötur fuku af húsi á einum stað en á öðrum hafði stillans utan á byggingu fokið til og hékk utan á húsinu.

Guðmundur Helgi Önundarson, formaður svæðisstjórnar á Reykjanesi segir aðspurður að frágangi við stillansinn hafi ekki verið ábótavant. Verið sé að setja upp gámaeiningar en að frágangur á því svæði hafi verið til sóma.

Hann segir að sveitirnar á Suðurnesjum séu í viðbragðsstöðu enda eigi að hvessa í Sandgerði og Grindavík með kvöldinu. Veðrið í Reykjanesbæ hafi heldur gengið niður. 

Þréttan björgunarsveitarmenn sinntu þessum útköllum í Reykjanesbæ í dag en Guðmundur segir að alltaf þurfi að hafa varann á þegar átt er við þakplötur í svona miklu roki. Þar geti hætta verið á ferðum. „Okkar fólk þarf að vera vel á varðbergi í svona verkefnum.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Klaustursupptökurnar

Klausturs­málið í hnút vegna van­hæfi nefndar­með­lima

Innlent

Dómarinn bað Báru afsökunar

Innlent

Telur að mynd­efni geti varpað ljósi á „á­setning“ Báru

Auglýsing

Nýjast

Stíga til hliðar í um­fjöllun um Klausturs­málið

Fjölmenni beið Báru en enginn Miðflokksmanna

Rússar notuðu alla stóru sam­fé­lags­miðlana

Jaguar Land Rover sker niður 5.000 störf

Íslendingar sjaldan keypt eins mikið á netinu

Mosfellingar fá hraðhleðslu

Auglýsing