Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi í dag að um 2000 sýnatökupinnar hafi komið til landsins í morgun og eru því um 3200 pinnar til í landinu.

Að sögn Þórólfs er von á fleiri sýnatökupinnum síðar í vikunni og því ekki skortur á slíkum pinnum eins og er. Vonast er til að ekki verði skortur á sýnatökupinnum í framtíðinni.

Verið er að rannsaka hvort sýnatökupinnar frá Össuri geti nýst til að greina veiruna en von er á endanlegri niðurstöðu síðar í dag.