Tveir greindust með COVID-19 við landamæraskimun í gær. Ekki er vitað hvort þetta séu gömul eða ný smit en verið er að bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu.

TvtAlls voru þar tekin 1256 sýni yfir daginn við landamærin og 195 sýni greind við sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Engin smit greindust innanlands.