Tveir greindust með Covid-19 innanlands í gær. Annar var ekki í sóttkví. Þetta kemur fram í nýjum tölum á vefnum Covid.is

Nú eru 33 í einangrun hér á landi og fækkar um tíu frá því á föstudag. Í sóttkví eru 63, fækkar þeim úr 104 á föstudag. 1824 eru í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fækkar um einn frá því á föstudag.

Bólusetning við Covid-19 er á áætlun. Í þessari viku verða fjörutíu þúsund manns bólusettir með fjórum bóluefnum.