Tveir einstaklingar eru nú í einangrun með virkt COVID-19 smit í Vestmannaeyjum og 79 komnir í sóttkví.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum. Einn einstaklingur hefur lokið sóttkví.

Greint var frá því í gær að einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hafi greinst og 75 væru komnir í sóttkví.

Tengdist það máli þar sem gestkomandi greindust með COVID-19 eftir að hafa verið í Eyjum um verslunarmannahelgina.

Í gær fór fram skimun á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum meðal einstaklinga í sóttkví. Á morgun fer fram skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar til að kanna útbreiðslu veirunnar í Vestmannaeyjum.