Tvö COVID-19 smit hafa greinst á Vestfjörðum. Annað þeirra hjá erlendum ríkisborgara með ísfirskt lögheimili og hitt hjá ferðamanni á húsbíl.

Fyrri einstaklingurinn kom frá Evrópu í fyrradag. Hann var kominn með einkenni og jákvæða niðurstöðu úr landamæraskimun við heimkomuna.

Fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða að hinn einstaklingurinn hafi einnig greinst smitaður við komuna til landsins. Sá bíður í farsóttahúsi eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu.

„Þessi smit undirstrika mikilvægi þess að bæði Íslendingar og erlendir ríkisborgarar sýni varkárni, líka við hér vestur á fjörðum sem höfum kannski vonað að við gætum sloppið vel þetta skiptið,“ er haft eftir Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Vestfjörðum, í tilkynningunni.