Tveir ein­staklingar bú­settir í Vest­manna­eyjum greindust með stað­fest smit af CO­VID-19 í gær en þeir voru báðir í sótt­kví. Eru því sam­tals fjórir í ein­angrun og 78 í sótt­kví. Einn ein­stak­lingur hefur lokið sótt­kví. Þetta kemur fram í til­kynningu frá að­gerða­stjórn Vest­manna­eyja.

„Að­gerða­stjórn beinir þeim til­mælum til bæjar­búa að gæta vel að eigin smit­vörnum og fara eftir fyrir­mælum stjórn­valda um sótt­varnir í einu og öllu. Má þar helst nefna tveggja metra regluna. Með því er hægt að koma í veg fyrir frekari út­breiðslu veirunnar í okkar sam­fé­lagi,“ segir í til­kynningu frá Arn­dísi Báru Ingi­mars­dóttur, að­gerðar­stjóra.

Ein­stak­lingum með flensu­ein­kenni er bent á að hafa sam­band við heilsu­gæsluna i síma 432-2500 á milli klukkan átta og fjögur en utan þess tíma skal hafa sam­band við lækna­vaktina í síma 1700 til að fá tíma í sýna­töku.

Tilkynning frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum: Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest...

Posted by Lögreglan í Vestmannaeyjum on Monday, August 10, 2020