Tveir einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum greindust með staðfest COVID-19 smit síðasta sólarhringinn. Voru þeir báðir í sóttkví við greiningu.

Síðast komu upp ný smit í Eyjum á sunnudag þegar tveir greindust.

Alls eru þar nú sex í einangrun með virkt smit og 76 í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum.

Alls greindust sex innanlandssmit á landsvísu síðasta sólarhringinn og eru 720 í sóttkví. Þar af greindist einn starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ.