Starfs­menn í stéttar­fé­lagi starfs­manna í kvik­mynda­iðnaði í Banda­ríkjunum yfir­gáfu settið við tökur á kvik­myndinni Rust skömmu áður en voða­skotið sem varð kvik­mynda­stjóranum Halyna Hutchins átti sér stað.

Starfs­mennirnir höfðu kvartað fyrir löngum vinnu­tíma og skorts á öryggi á vinnu­stað en sama dag höfðu tvö skot­vopn staðið á sér við tökur. Þetta kemur fram í frétt the Sun.

The Wall Street Journal hefur greint frá því að sam­kvæmt starfs­manna­skrá var Hannah Guiter­rez-Reed skráður svo­kallaður vopna­vörður fyrir tökurnar. Sam­kvæmt dóm­skjölum sem voru birt í gær er Guiter­rez-Reed sögð hafa lagt þrjú skot­vopn á borð á töku­staðnum.

Að­stoðar­leik­stjórinn, Dave Halls, er sagður hafa tekið eitt skot­vopnið án þess að hafa vitað að það væru hlaðið. Hann lét síðan leikarann Alec Baldwin hafa skot­vopnið og sagði við hann að um „kalt vopn“ væri að ræða.

Sam­kvæmt Daily Mail var um gamald­sag Colt skamm­byssu að ræða en kvik­myndin sem var verið að taka upp gerist í Kansas árið 1880.

Tökulið og leikarar kvikmyndarinnar Rust.
Skjáskot/Instagram

Reynslulítill vopnavörður

Í frétt The Sun er rifjað upp við­tal við vopna­vörðinn Guiter­rez-Reed fyrr á þessu ári þar sem hún greinir frá efa­semdum sínum um að vera til­búin til þess að takast á við starfið. Hún hafði einungis starfað við eina kvik­mynd áður. Í við­talinu greinir hún frá því að það sé alltaf ó­þægi­leg til­finning að fylla byssur af púður­skotum og talar um á­hyggjur sínar um að eitthvað slæmt gæti gerst.

Faðir hennar mun vera reyndur vopna­vörður og skot­vopna­ráð­gjafi í Hollywood, Thell Reed, og fylgdi hún í fótspor hans.