Þrettán eru inniliggjandi á Landspítala og þar af tvö á gjörgæslu í öndunarvél vegna COVID-19. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag..

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir meðalaldur inniliggjandi rúmlega fimmtugt en sjúklingar eru frá þrítugt upp í sjötugsaldur.

Starfsfólk Landspítalans sem eru í sóttkví eru alls 95 og eru 37 í einangrun.

Um 580 manns er á COVID-göngudeild Landspítalans. Páll segir smitaða flokkaða eftir alvarleika veikinda. Þrjú séu flokkuð rauð og munu hugsanlega leggjast inn og fjórtán eru flokkuð gul og eru töluvert veik.

Þá mun fækka um hundrað á næstu dögum á göngudeildinni

Landspítali á hættustigi

Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COVID-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega

Aðspurður um viðbragðsáætlun Landspítalans í farsótt segir Páll hana ganga ágætlega upp

„Við erum búin að finna upp hjólið varðandi mjög margt sem kom okkur á óvart þó að við þurftum að hugsa mjög hratt til að geta brugðist við.“