Tvær konur hérlendis til viðbótar stúlku sem lamaðist eftir bólusetningu gegn Covid-19 finna fyrir lömunareinkennum sem þær telja að tengja megi við örvunarskammt bóluefnis. Þetta staðfesta áreiðanlegar heimildir Fréttablaðsins.

Nítján ára stúlka, sem hafði fengið Janssen-bóluefni og fékk örvunarskammt af Moderna fyrir fimm dögum, lamaðist fyrir neðan mitti. Hún greinir frá því á samfélagsmiðlum að segulómun sýni ekkert athugavert við mænu hennar og að læknar telji lömunina eiga eftir að ganga til baka.

Læknar hafa sagt að enn sem komið er hafi ekki fundist óyggjandi merki um tengsl milli bólusetningar og lömunareinkenna.