Tvö ný kórónu­veiru­smit greindust hér á landi síðasta sólar­hring annan daginn í röð. Virk smit eru þó enn jafn mörg og í gær eða tólf talsins. 415 manns sæta nú sótt­kví.

Annað smitið greindir við sýna­töku við landa­mærin en alls voru 1.416 sýni tekin þar. Alls voru 408 sýni greind hjá Ís­lenskri Erfða­greiningu og reyndist eitt þeirra vera já­kvætt fyrir co­vid-19.

Met­fjöldi sýna

56 sýni voru tekin á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítalans en ekkert smit greindist þar. Alls voru 1.880 sýni tekin í gær sem er hæsti sýna­fjöldi frá því landa­mæra­skimun hófst 15. júní síðast­liðinn.

Frá opnun landa­mæra þann 15. júní hafa alls 32 ein­staklingar greinst með veiruna. 23 hafa greinst við landa­mæra­skimun en að­eins 4 með virkt smit. Hinir ein­staklingarnir voru með gamalt smit og því ekki smitandi. Innan­lands­smit eru 5 frá 15. júní.