Helgi Gunnlaugsson af brotafræðingur segir að athygli veki að tvö nýleg manndráp hafi komið upp á svipuðum slóðum í kaupstöðum fyrir norðan. Algengara sé að svona mál komi upp á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Reykjavík hafi verið kölluð borg óttans.

Í fyrrinótt lét maður lífið á Ólafsfirði eftir eggvopnsárás. Skammt er síðan tveir létust eftir haglabyssuárás á Blönduósi. Helgi segir of snemmt að draga ályktanir. Búast megi við sveiflum í fjölda manndrápsmála milli ára og hvar þau eigi sér stað.

„Gögn lögreglu sýna ekki alltaf að afbrot séu tíðari á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar þegar tillit er tekið til mannfjölda.“