Tvö kórónu­veiru­smit greindust við landa­mæra­skimun í gær. Að svo stöddu er ekki vitað hvort um sé að ræða virk smit eða gömu þar sem verið er að bíða eftir mót­efna­mælingu. Alls voru 1341 sýni tekin við landa­mæra­skimun í gær og 125 á Sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spítalans.

Af þeim sjö sem greindust við landamæraskimun í gær reyndust sex vera með mótefni og einn með virkt smit. Ekkert innanlandssmit greindist sjöunda daginn í röð.

Um þessar mundir eru 200 manns eru í sótt­kví og 18 manns í ein­angrun.