Tveir greindust með COVID-19 innanlands í gær, einn var utan sóttkvíar við greiningu.

Fimmtán smit greindust á landamærunum, níu smitanna eru virk, einn var með mótefni en fimm bíða niðurstöðu úr mótefnamælingu.

Einn sjúklingur útskrifaðist af covid göngudeild Landspítalans í gær en nú eru 19 inniliggjandi á spítala og enginn er á gjörgæslu.

320 einstaklingar eru í sóttkví og fækkar þeim um tæplega 30 á milli daga. 149 eru í einangrun og með virkt smit.

Nýgengni landamærasmita fór yfir nýgengni innanlandssmita í gær og mælist nú 23,2 en nýgengni innanlandssmita lækkar og stendur í 18,8.

Alls voru tekin 1.075 sýni innanlands í gær og á 886 landamærum, eða álíka mörg sýni og undanfarna daga.

Fyrstu skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins frá Belgíu í morgun. Alls komu 1.200 skammtar til landsins í fyrstu sendingu en skammtarnir verða notaðir til að bólusetja starfsmenn í framlínunni. Bólusetning hefst hjá heilsugæslunni á morgun.

Fréttin hefur verðið uppfærð.