Tveir einstaklingar greindust með Covid-19 innanlands síðastliðinn sólarhring, einn var í sóttkví við greiningu. Einn greindist utan sóttkvíar. Smitin greindust í einkennasýnatöku.

Tölurnar standa í stað á milli daga en í gær greindust tveir með veiruna og voru báðir í sóttkví.

Níu farþegar greindust með veiruna við landamæraskimun og reyndist einn vera með virkt smit. Þrír reyndust vera með mótefni. Beðið er mótefnamælingar úr hinum sýnunum.

Töluverð fjölgun í sóttkví

Átján eru inniliggjandi á sjúkrahúsi og fækkar því um tvo sjúklinga milli daga en enginn er nú inniliggjandi á gjörgæslu.

116 eru í einangrun með virkt smit á landinu. Þá fjölgar gífurlega í hópi þeirra sem eru í sóttkví en 247 manns eru nú í sóttkví miðað við 149 einstaklinga í gær. 1.267 eru í skimunarsóttkví.