Alls hafa 199 til­kynningar borist Lyfja­stofnun vegna gruns um al­var­lega auka­verkun vegna bólu­setningar gegn Co­vid-19, þar af eru til­kynningar um and­lát 31. Þetta kemur fram á vef Lyfja­stofnunar.

Flestar til­kynningar vegna auka­verkana hafa borist vegna Pfizer bólu­efnisins eða 86 þar af varða 23 þeirra and­lát. Sjö­tíu til­kynningar hafa borist vegna AstraZene­ca þar af sjö er varða and­lát. Þrjá­tíu til­kynningar hafa borist vegna Moderna, þar af ein er varðar and­lát og þrettán vegna Jans­sen þar af eitt and­lát.

Ekkert bendir enn til or­saka­sam­hengis milli til­kynntra and­láta og bólu­setninga að því er fram kemur á vef Lyfja­stofnunar. Flestar til­kynningar um and­lát hafi borist vegna bólu­setningar í janúar þessa árs þegar elsti hópurinn var bólu­settur hér á landi.

Nú stendur yfir rann­sókn á til­kynningum vegna gruns um röskun á tíða­hring í kjöl­far bólu­setningar en Lyfja­stofnun hefur mót­tekið yfir 600 til­kynningar um grun um slíka auka­verkun. Markmið rannsóknarinnar sé að leita skýringa á orsökum og veita þeim konum sem umræðir stuðning og viðeigandi ráð. Rannsóknin sé framkvæmd af þremur óháðum sérfræðingum og að vinnan við hana taki í það minnsta nokkrar vikur.