Í gær greindist met­fjöldi Co­vid-smita innan­­lands þriðja daginn í röð en þau voru 200, eftir að 178 greindust í fyrra­dag og 168 daginn þar áður.

Þetta kemur fram í ný­­upp­­­færðum tölum á co­vid.is.

Átta smit greindust á landa­­mærunum í gær. Þar greindust sex virk smit í fyrri landa­­mæra­skimun og beðið er niður­­­stöðu mót­efna­­mælingar í tveimur til­­­fellum.

Af þeim tvö hundruð sem greindust innan­­lands í gær voru 77 í sótt­kví við greiningu, eða 38,5 prósent. Utan sótt­kvíar voru 123, eða 61,5 prósent.

Nú eru 1.505. í ein­angrun vegna Co­vid-19 og fjölgar nokkuð frá því í fyrra­­dag er þeir voru 1.353. Í sótt­kví eru 2.365 en voru 2.130 í gær. Þá eru 206 í skimunar­­sótt­kví.

Ný­­gengi á smiti innan­­lands, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undan­farnar tvær vikur, er nú 445,1, en var 418,9 í gær. Ný­­gengi smita á landa­­mærum er nú 25,9 en var 23,7 í gær.

Tekin voru 2.276 ein­­kenna­­sýni hjá sýkla- og veiru­­fræði­­deild Land­­spítalans og Ís­­lenskri erfða­­greiningu í gær. Á landa­­mærunum eða í seinni landa­­mæra­skimun voru 1.038 sýni tekin og 716 í sótt­kvíar- og handa­hófs­skimun.

Fréttin hefur verið upp­­­færð.