Há­­mark tvö hundruð manns mega koma saman, fjar­lægðar­mörk verða einn metri, opnunar­­tími veitinga- og skemmti­­staða verður styttur til kukkan 12 á mið­nætti og fjölda­mörk í sund og líkams­rækt verður 75 prósent leyfi­legs fjölda. Breytingarnar taka gildi á mið­nætti að­fara­nótt sunnu­dags og verða í gildi í þrjár vikur.

Svan­dís Svavars­dóttir, heil­brigðis­ráð­herra, til­kynnti þetta að loknum ríkis­stjórnar­fundi rétt í þessu.

Fundurinn teygði sig vel yfir á þriðja tíma og þótti sumum hann helst til langur. Heil­brigðis­ráð­herra sagði að skipst hafi verið á skoðunum innan ríkis­stjórnarinnar en þau hafi þó sam­mælst að lokum.

Þá sagði hún öruggt að styrkja þyrfti heil­brigðis­kerfið og setja meira fjár­magn inn í það til að ráða við far­aldurinn.

Fréttin var upp­færð kl. 19:11.

Ríkisstjórnin fundaði í tæpa þrjá tíma.
Mynd/Gunnar Gunnarsson

Öllu var aflétt í fjórar vikur

Ríkis­­stjórnin fundaði á Egils­­stöðum í dag í ljósi versnandi stöðu far­aldursins hér á landi. Alls hafa 264 manns greinst já­­kvæðir innan­­lands í vikunni.

Þór­ólfur Guðna­­son, sótt­varna­­læknir, skilaði nýju minnis­blaði inn til Svan­­dísar Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra í gær.

Fjórar vikur eru nú frá því að öllum sótt­varnar­að­gerðum var af­létt en sprenging hefur verið í fjölda smita undan­farna daga og hafa flest ný smit verið af hinu svo­kallaða Delta af­brigði veirunnar.

Ekki hefur verið ein­hugur innan ríkis­stjórnarinnar um það að herða að­gerðir og þá sagði dóms­mála­ráð­herra til að mynda auknar að­gerðir vera ó­þarfar.