Tvö krapa­flóð hafa fallið á Aust­fjörðum í dag. Fyrir stuttu féll eitt á Hring­veg 1 á sunnan­verðum Fá­skrúðs­firði. Sam­kvæmt til­kynningu lög­reglu lokaði það veginum en hann hefur nú verið opnaður aftur.

Skriðu- og ofan­flóða­sér­fræðingar Veður­stofunnar funda nú um stöðuna á Aust­fjörðum en i gær var lýst yfir ó­vissu­stigi á Austur­landi. Í til­kynningu al­manna­varna í morgun kom fram að veður­spá liti betur út fyrir Seyðis­fjörð en hún gerði í gær en þó væri vel fylgst með.

Mesta úr­koman hefur verið á Fá­skrúðs­firði og var um 25 millí­lítrar í nótt og 20 millí­lítrar á Eski­firði og í Nes­kaup­stað en um 17 millí­lítrar á Seyðis­firði.

Á öllum stöðum eru snjó­at­hugunar­menn að störfum. Fylgst er með gögnum úr GPS mælum, tal­stöð og vatns­hæðar­mælum á Seyðis­firði á­samt veður og snjó­mælum.

Í til­kynningu lög­reglunnar á Austur­landi sem birt var síð­degis í dag kemur fram að gert sé ráð fyrir á­fram­haldandi úr­komu fram á nótt en að ekki sé talin þörf á frekari að­gerðum.

Stöðuna átti þó að endur­meta á fundi ofan­flóða­vaktar sem hófst klukkan 18.

Austurland: Óbreytt staða – sérfræðingar ofnaflóðavaktar endurmeta stöðuna aftur kl. 18:00 Tilkynning frá...

Posted by Lögreglan á Austurlandi on Sunday, 14 February 2021