Tví­tugur karl­maður var í dag úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 26. júní fyrir heimilis­of­beldi. Þetta kom fram í kvöld­fréttum Stöðvar 2. Maðurinn var á reynslu­lausn eftir að hafa hlotið 12 mánaða dóm fyrir hrotta­lega líkams­á­rás á sau­tján ára unnustu sína.

Hann var dæmdur í héraðs­dómi Reykja­víkur í mars síðast­liðnum fyrir hótanir í garð barns­móður sinnar annars vegar og afar grófar líkams­á­rásir á fyrr­verandi kærustu hins vegar.

Maðurinn var úr­skurðaður í gæslu­varð­hald í októ­ber í fyrra vegna á­rásarinnar og hafði þegar af­plánað hálfan dóminn í gæslu­varð­haldi. Hann var því laus úr fangelsi þegar hann var hand­tekinn um helgina eftir al­var­legt heimilis­of­beldi.

Árás mannsins á fyrr­verandi kærustu sína í október var talin afar hrotta­fengin. Kærastan, sem var á þeim tíma sau­tján ára gömul, hlaut al­var­lega á­verka í and­liti; augn­tóftar­gólfs­brot báðu megin, nef­beins­brot, opið sár á höfði og mar­á­verka víðs vegar um líkamann.