Tvítug kona var skotin til bana þegar hún gekk með ungabarn sitt í vagni við Lexington Avenue í New York-borg síðastliðið miðvikudagskvöld samkvæmt fréttamiðlinum New York Post.

Að sögn lögreglunni vestra var konan skotin einu skoti í höfuðið. Hún fannst meðvitundarlaust á vettvangi og var úrskurðuð látin lukkustund síðar á Metropolitan sjúkrahúsinu.

Þá segir barnið sé heilt á húfi.

Árásarmaðurinn er enn ófundinn, en hann var klæddur í svarta hettupeysu, æfingabuxur og var fótgangandi.

Borgarstjóri New York-borgar tísti um málið. „Fleiri skotvopn í borginni okkar þýðir fleiri dauðsföll. Það þýðir fleiri grátandi börn sem missa þá sem elska þau.“