Kona á tvítugsaldri hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sparkað í punginn á lögregluþjóni.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari sækir málið fyrir héraðssaksóknara. Hann krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið má rekja til fimmtudagsins 22. apríl 2021 en þá var lögregluþjónn kallaður að Sogavegi. Ekki fylgir sögunni um hvers konar útkall var að ræða en í ákærunni kemur fram að þar hafi þar sparkað í klof lögreglumanns, sem var þar til skyldustörf. Hlaut lögregluþjónninn mar á vinstri eista.

Telst þetta sem brot gegn valdstjórninni og gæti þá konan átti yfir höfði sér átta ára fangelsisvist eða sekt ef dómari telur brotið vera smáfellt.