Áskrifendur Kapalvæðingar, net- og kapalþjónustu, hafa þurft að þola viðvarandi sambandsleysi í dag. Ástæða sambandsleysisins er skemmdarvargur sem virðist ganga laus í Ásbrú, en tvisvar sinnum hefur verið brotist inn í dag og klippt á tengibúnað.

Kapalvæðing birtir tilkynningu þess efnis á Facebook-síðu sinni, og lætur myndir af verknaðinum fylgja með. Er jafnframt óskað eftir því að íbúar séu á varðbergi og láti vita um ferðir þeirra manna sem bara ábyrgð á verknaðinum.