Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stóð í ströngu vegna skemmtana­lífs í mið­bænum í nótt en í dag­bók lög­reglu kemur fram að tölu­vert hafi verið um út­köll vegna ölvunar og sam­kvæmis­há­vaða á öllu höfuð­borgar­svæðinu.

Minnst fjórar bif­reiðar voru stöðvaðar í gær­kvöldi og gærnótt þar sem öku­maður var grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis og/eða fíkni­efna.

Til­kynnt var um um­ferðar­ó­happ í mið­bænum um 2 leytið en þar hafði raf­hlaupa­hjóli verið ekið á kyrr­stæða bif­reið. Öku­maður raf­hlaupa­hjólsins hélt sína leið eftir við­ræður við lög­reglu.

Einnig var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í hverfi 107 um tvö­leytið þar sem tveir ein­staklingar höfðu verið saman á raf­hlaupa­hjóli, misst jafn­vægið og dottið í jörðina. Báðir ein­staklingarnir voru fluttir á bráða­mót­töku til skoðunar.

Þá var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í hverfi 220 kl. 18:00. Þar hafði bif­reið verið ekið út af veginum. Öku­maður fann fyrir minni­háttar meiðslum Bif­reiðin fjar­lægð með dráttar­bif­reið.

Rúm­lega 1 í nótt var svo til­kynnt um líkams­á­rás á skemmti­stað í hverfi 220.