Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, munu ekki fjalla um Klausturmálið í siðanefnd Alþingis, sem þau voru skipuð í á dögunum.

RÚV greinir frá þessu. Hafsteinn verður ekki í nefndinni af ástæðum sem eru óháðar Klausturmálinu en Salvör baðst undan vegna anna í embætti sínu.

Margrét Vala Kristjánsdóttir, varamaður Hafsteins Þórs, tekur hans sæti en tillaga að staðgengli Salvarar verður tekin fyrir á fundi forsætisnefndar á morgun.

Formaður nefndarinnar er eftir sem áður Ásta Raghneiður Jóhannesdóttir.