Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði að vanda í nógu að snúast í gær­kvöldi og í nótt. Tals­vert virðist hafa verið um ölvun og því út­köll lög­reglunnar mörg tengd því.

Rétt eftir klukkan fimm í gær­dag var til­kynnt um um­ferðar­ó­happ í Mos­fells­bæ. Öku­maður er grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fanga­geymslu. Síðar um kvöldið var til­kynnt um bíl sem hafði ekið út af við Suður­lands­veg í Árbæ. Öku­maður þeirrar bif­reiðar er einnig grunaður um akstur undir á­hrifum, vörslu fíkni­efna og brot á lyfja­lögum og var einnig vistaður í fanga­geymslu.

Um klukkan átta var til­kynnt um karl­mann í Kópa­vogi sem hafði brotist inn og komið sér fyrir í kjallara í­búðar­húss í Kópa­vogi. Hann var vistaður í fanga­geymslu.

Tvennt réðst á lögreglumenn

Rétt eftir klukkan ellefu í gær­kvöldi var lög­reglunni til­kynnt um á­greining meðal sam­búðar­fólks í húsi í Garða­bæ. Þegar lög­reglan kom á vett­vang réðst konan á lög­reglu­mann og sló hann. Hún var hand­tekin og vistuð í fanga­geymslu.

Í nótt var til­kynnt um ofur­ölvi mann í hverfi 101. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu vegna þess að hann gat ekki gert grein fyrir sér og hafði engin skil­ríki með­ferðis. Þá var annar maður hand­tekinn stuttu síðar í Vestur­bænum vegna þess að hann hafði verið með ó­næði. Þegar lög­regla reyndi að hand­taka hann beit hann lög­reglu­mann í fótinn. Hann var því vistaður í fanga­geymslu.

Þá var ein­hver fjöldi stöðvaður víða á höfuð­borgar­svæðinu grunaðir um akstur undir á­hrifum.