Björgunar­sveitir fluttu í morgun tvo ein­stak­linga á sjúkra­hús eftir að þeir fundust líf­lausir nærri braki úr bát utan við Strömstad í Svíþjóð. Þetta kemur fram á vef­ sænska ríkis­sjón­varpsins, svt.se.

Í frétt Verdens Ganger vitnað er til Lina Tor­es­son hjá sænsku siglingamálastofnuninni sem segir brakið sem fannst í sjónum trú­lega vera úr segl­báti. Á­stand þeirra sem fluttir voru á sjúkra­hús sé al­var­legt.

„Það er ekki ljóst hvað gerðist en okkar verk­efni er að leita á­fram til að ganga úr skugga að ekki sé fleiri sem þurfa hjálp,“ er haft eftir Tor­es­son.

Vincent Roos hjá höfuð­stöðvum Neyðar­línunnar í Noregi segir engar vís­bendingar um að fleiri séu í sjónum. Nú sé reynt að finna út hvað báts­flak sé um að ræða með því að það tengja það þá sem fundust í sjónum.