Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fór í skipu­legt veitinga­húsa­eftir­lit í mið­borginni í gær­kvöldi til þess að at­huga hvort farið væri eftir gildandi sam­komu­tak­mörkunum, það er að farið sé eftir 20 manna sam­komu­banni og að staðir loki klukkan 22.

Tveir staðir eiga hugsan­lega von á kæru fyrir brot á sótt­varna­lögum en að sögn lög­reglu eiga báðir staðirnir það sam­eigin­legt að of margir hafi verið inni á staðnum þegar lög­reglu bar að garði.

Annar staðurinn á þar að auki hugsan­lega von á kæru fyrir brot á lögum um veitinga­staði, gisti­staði og skemmtana­hald.

Söfnuðust saman fyrir tónleika

Þá fékk lögregla einnig tilkynningu um útitónleika í miðbænum klukkan hálf ellefu í gærkvöldi en hópur fólks var þar kominn saman.

Samkvæmt tilkynningu lögreglu var það sagt gerast ítrekað og var tónleikahaldari kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og brot á sóttvarnarlögum.

Lögregla hefur áður sinnt slíkum tilkynningum en engin heimild er fyrir tónleikum.