Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði af­skipti af tveimur veitinga­stöðum í mið­bænum á tíunda tímanum í gær vegna broti á sótt­varnar­reglum.

Í skýrslu lög­reglu kemur fram að tveggja metra reglan hafi ekki verið virt á stöðunum og þar að leiðandi hætta á út­breiðslu smita. Starfs­menn veitinga­húsanna brugðust við með því að færa borð go stóla og báðu gesti um að halda til­tekinni fjar­lægð sín á milli.

Fíkni­efna­ræktun í Breið­holti

Á tíunda tímanum í Breið­holti var maður hand­tekinn grunaður um ræktun fíkni­efna. Lög­regla lagði hald á rúm­lega tuttugu kanna­bis plöntur á­samt til­búnum efnum og tækjum. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu fyrir rann­sókn málsins.

Þar að auki voru þó nokkrir öku­menn stöðvaðir á höfuð­borgar­svæðinu grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis og/eða fíkni­efna. Þá reyndust tveir öku­mannanna vera sviptir öku­réttindum sínum nú þegar.