Tveir af mönnunum sem hand­teknir voru vegna skot­á­rásarinnar í mið­bæ Reykja­víkur gær hafa verið úr­skurðaðir í gæslu­varð­hald en þriðja manninum hefur verið sleppt.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglu.

Eins og áður hefur verið greint frá eru mennirnir fæddir á árunum 2002 og 2003 og enginn þeirra því eldri en tví­tugur.

Annar mannanna var úr­skurðaður í varð­hald til 11. mars, en hinn til 21. febrúar á grund­velli rann­sóknar­hags­muna.

Að sögn lög­reglu miðar rann­sókn málsins vel en lög­regla sagðist ekki geta veitt frekari upp­lýsingar að svo stöddu.