Tveir stál­heppnir ein­staklingar unnu fyrsta vinning í lottó í kvöld og hljóta því rúm­lega 26 milljónir á mann. Miðarnir voru báðir í á­skrift.

Þrír hlutu bónus­vinninginn og fá því rúm­lega 270 þúsund krónur á mann. Miðarnir voru keyptir N1 á Kaup­vangi, í appinu og einn var í á­skrift.

Jókerinn gekk ekki út en átta miða­hafar voru með annan vinninginn þar og fá 100 þúsund krónur hver. Þrír miðar voru keyptir á heima­síðu lottó, einn á appinu og fjórir voru í á­skrift.