Tveir til við­bótar hafa greinst með Ó­míkron af­brigði kórónu­veirunnar í dag hér á landi. Þetta stað­festir Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar í sam­tali við RÚV.

Karl­maður á átt­ræðis­aldri greindist með af­brigðið í gær. Hann liggur nú inni á Land­spítala þangað sem hann var fluttur af heil­brigðis­stofnun utan höfuð­borgar­svæðisins.

Maðurinn er full­bólu­settur og hafði fengið örvunar­skammt. Ekki er ljóst hvernig maðurinn smitaðist. Talið er að smitin tvö tengist hans smiti.

Ó­míkron hefur nú greinst í hið minnsta 24 löndum. Ekki er ljóst hversu miklum veikindum af­brigðið veldur en vísinda­menn telja ljóst að það sé meira smitandi en Delta af­brigðið og hefur það nú tekið fram úr Delta af­brigðinu í Suður Afríku.