Tveir þriðju af öllum boðuðum börnum mættu í bólu­setningu í Laugar­dals­höllinni í dag. Tveir ár­gangar voru boðaðir, börn fædd 2006 og 2007. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sex­tán ára aldri eru boðuð í bólu­setningu gegn Co­vid-19 á Ís­landi.

Um þrjú þúsund börn eru í hvorum ár­gangi, sam­tals sex þúsund börn sem voru boðuð. Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, sagði í sam­tali við Vísi að um fjögur þúsund hafi mætt.

Bólu­sett var með bólu­efni Pfizer og verða börnin boðuð aftur seinna til að fá sprautu númer tvö. Bólu­setningin gekk vel að sögn Ragn­heiðar og for­eldrar mættu með börnum sínum.

Þá var komið upp að­staða á svölum hallarinnar þar sem kvíðnari börn gátu verið í ein­rúmi með for­eldrum til að fá sprautuna.

Börn fædd 2008 og 2009 verða bólu­sett í Laugar­dals­höll á morgun. Eldri hópurinn fyrir há­degi en sá yngri eftir. Börn fædd í septem­ber eða seinna árið 2009 þurfa að bíða fram yfir af­mæli sitt þar sem bólu­efni Pfizer er að­eins með markaðs­leyfi fyrir börn niður í tólf ára.