Þjóðar­at­kvæða­greiðsla um giftingar sam­kyn­hneigðra og rétt sam­kyn­hneigðra para til að ætt­leiða börn var haldin í Sviss í dag. Tæp­lega tveir þriðju kusu með lög­leiðingu og hafa þá flest lönd í Vestur-Evrópu nú lög­leitt giftingar sam­kyn­hneigðra.

Mynd/Human Rights Campaign

Að auki veður nú lög­legt fyrir giftar sam­kyn­hneigðar konur að fá sæðis­gjöf en áður stóð það að­eins til boða fyrir gift gagn­kyn­hneigð pör.

Niður­stöðurnar þykja vera merkis­á­fangi í jafn­réttis­bar­áttunni í Sviss. Áður gátu sam­kyn­hneigð pör að­eins skráð sig í sam­búð en nokkur á­vinningur getur verið af giftingum. Til að mynda er auð­veldara fyrir er­lenda maka að fá ríkis­borgara­rétt ef parið er gift.

Regnbogafáni með orðunum „Já, ég skal."
Fréttablaðið/EPA

Karin Keller-Sutter, dóms­mála­ráð­herra Sviss, telur lík­legt að lögin munu taka gildi 1. júlí næst­komandi, sam­kvæmt frétta­stofu Reu­ters.