Lögreglan á Austurlandi hafði á þriðjudaginn afskipti af tveimur mönnum sem komu til Seyðisfjarðar með Norrænu. 

Annar þeirra framvísaði fölsuðum skilríkjum og var hann handtekinn í framhaldinu. Var hann tekinn í yfirheyrslu hjá lögreglu. Í framhaldinu kom í ljós að hann hafði verið með stolin og breytifölsuð skilríki.

Maðurinn var færður fyrir Héraðsdóm Austurlands sama dag, dómur féll yfir honum daginn eftir og hlaut hann 30 daga skilorðbundið fangelsi. Viðkomandi aðili óskaði síðan eftir hæli hér á landi og er mál hans komið í ferli hjá yfirvöldum.

Hinn aðilinn sem var stöðvaður hafði verið brottvísað af Schengensvæðinu og var honum frávísað frá Íslandi til baka til Danmörku. Viðkomandi var settur í umsjón áhafnar ferjunnar með banni um að fara í land hér á landi.