Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók snemma morguns í austurbæ Reykjavíkur ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari athugun kom í ljós að ökumaður hafði verið sviptur ökuréttindum. Þá fundust ætluð fíkniefni á manninum og farþega í bílnum. 

Rétt eftir klukkan tíu stöðvaði lögregla bíl í miðbænum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum. 

Síðdegis stöðvaði lögregla svo þriðja bílinn á Reykjanesbraut, sá ökumaður er einnig grunaðir undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.