Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo ökumenn heima hjá sér eftir að þeir höfðu ekið á og stungið af í Kópavogi í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en alls voru 60 mál bókuð milli fimm í gær og fimm í nótt.

Fyrri tilkynningin barst rétt eftir sex, en þá var bifreið ekið utan í aðra á hringtorgi. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um ölvunarakstur og látinn laus eftir sýnatökur. Seinni tilkynningin barst skömmu fyrir átta, en þá var bifreið ekið á aðra og á ljósastaur. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum lyfja og var látinn laus eftir rannsókn.

Skömmu eftir þrjú í nótt var tilkynnt um innbrot og þjófnað í heimahúsi í Breiðholti. Málið er í rannsókn.

Rétt eftir ellefu var tilkynnt um eld í stórum ruslapoka sem var staðsettur alveg upp við Álfhólsskóla í Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eldinn.

Uppúr ellefu óskaði strætóbílstjóri í Háaleitis- og Bústaðahverfi eftir aðstoð lögreglu vegna ölvaðs manns sem var að drekka áfengi og neitaði að yfirgefa vagninn. Hann fékk far heim frá lögreglu.

Um sex var kvartað undan manni sem svaf ölvunarsvefni við starfmannainngang fyrirtækis í Hlíðahverfi. Hann var vakinn og honum vísað í burtu.