Í gær greindust tveir starfsmenn Heilstofnunarinnar í Hveragerði með Covid-19. Átta skjólstæðingar og fimm starfsmenn eru komnir í sóttkví og er enginn af þeim með einkenni.

Í tilkynningu kemur fram að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar og að endurhæfingarstarf haldi áfram.

Um er að ræða þriðja sinn á stuttum tíma sem að smit greinist á stofnuninni en í ágúst greindust skjólstæðingar í tvígang með Covid-19 og þurfti fjöldi að fara í sóttkví.