Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í EuroJackpot.

Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 142 milljónir króna. Miðarnir voru báðir keyptir í Þýskalandi.

Þá hlutu tveir 3. vinning og fá þeir rúmlega 50 milljónir króna hvor. Voru þeir miðar einnig keyptir í Þýslalandi og því um 400 milljónir sem renna alls til miðaeiganda í Þýskalandi að þessu sinni.

Tveir heppnir Íslendingar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning.

Miðarnir voru keyptir á Lotto-appinu og í áskrift.

Alls voru 2.928 vinningar á Íslandi í þetta skiptið.