Átta sjúk­lingar liggja á Land­spítala vegna Co­vid-19, þar af eitt barn. Fjórir sjúk­lingar liggja á gjör­gæslu og eru tveir þeirra í öndunar­vél.

Þetta kemur fram á vef Land­spítalans.

Alls eru 352 sjúk­lingar, þar af 126 börn, á Co­vid-19 göngu­deild spítalans. Sex eru metnir gulir og þurfa aukið eftir­lit en enginn er metinn rauður.

Land­spítalinn er á ó­vissu­stigi, sem er fyrsta stigið af þremur við­bragðs­stigum spítalans. Á­stæðan er heims­far­aldurinn.

Spítalinn var settur á hættu­stig þann 23. júlí þegar fjórða bylgja far­aldursins var á fyrstu stigum en var tekinn af hættu­stigi 8. septem­ber síðastliðinn.